ALLT LANDIÐ
Hraðhleðsla um allt land
Hraðhleðslustöðvar Olís og Ísorku eru staðsettar á Olís og ÓB stöðvum víða um land. Stöðvunum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan samstarfið hófst og markmiðið er að innan örfárra ára geti rafbílaeigendur hlaðið rafbílana sína á 50KW hraðhleðslustöðvum hringinn í kringum landið.
Stærstur hluti stöðvanna er og verður við þjónustustöðvar Olís, en það er gert til að viðskiptavinir geti sótt sér aðra þjónustu á meðan rafmagnsbíllinn er í hleðslu.
Sæktu um Ísorku-lykilinn
Hleðslulykill og app Ísorku veitir þér aðgang að öllum hleðslustöðvum Ísorku og öllum hraðhleðslustöðvum Olís. Þú sækir um aðgang með því að stofna aðgang í appinu og svo færðu lykilinn sendan heim að dyrum.